Málstofa um tengingu vinnustaðanáms og skóla

image_pdfimage_print

isl-idnnamTími: Fimmtudaginn 20. febrúar kl. 16:00-17:30
Staður: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, fundarsalnum Kviku á 1. hæð.

Boðað er til málstofunnar sem hluta af fundarröð um starfsmenntun að frumkvæði Jóns Torfa Jónassonar. Vinsamlegast áframsendið fundaðboðið á áhugasama.

Til að hefja umræður mun Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, Samtökum iðnðarins, fjallar um framtíðarsýn iðnaðarins á fjölda vinnustaðanámsplássa úti í atvinnulífinu og
Ólafur Jónsson, IÐUNNI, kynnir nýtt markaðstorg um vinnustaðanám, www.vinnustaðanám.is þar sem nemendur og fyrirtæki geta mæst.
Í framhaldinu verða vonandi líflegar umræður þátttakenda í málstofunni undir stjórn fundarstjóra.

Fundarstjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Samtökum atvinnulífsins

Skildu eftir svar